Hlaðan
Hlaðan er stór og fallegur sveitasalur sem hægt er að leigja fyrir alls kyns viðburði og getur tekið upp undir 200 manns í borðhald og 300 í dans. Við bjóðum upp á nokkrar mismunandi leiðir í veitingum og getum opnað Hlöðubarinn sé þess óskað. Í Hlöðunni má stíga trylltan dans og þar er bæði svið, hljóðkerfi og stór sjónvarpsskjár.