Jólahlaðborð 2023

 Jólahlaðborðin á Sveitasetrinu Brú eru eftirfarandi daga:
17., 18.  og 24.nóvember
1., 2., 8., og 9. desember

Sunnudaginn 10. desember er Jóla-Drag-Dögurður kl. 12.00 og 14.00 sem hægt verður að kaupa miða á á tix.is

Hlaðborðin eru haldin í huggulega Bleika matsalnum okkar. Þar komast vel fyrir 60 manns en stærri hópum (allt að 250 manns) býðst að vera í veislusölunum í Hlöðunni. Hafið samband í veisla@brubru.is vegna fyrirspurna um dagsetningar og borðapantanir.

 
Matseðill

– Fordrykkur –

 

Forréttir

Fjórar umferðir af deiliplöttum með mismunandi tegundum af síld, heimabökuðu rúgbrauði, reyktri og grafinni bleikju úr Úlfljótsvatni, reyktri og grafinni gæs, villibráðarpate, jólakæfu og hreindýrasmáborgurum.

Hægt er að panta vegan forréttaplatta sérstaklega.

 

Aðalréttir verða á hlaðborði ásamt klassísku jólameðlæti og sósum.

Hamborgarhryggur

Hangikjöt.

Purursteik

Lambalæri

Hnetusteik.

 

Eftirréttahlaðborð

Úrval af smákökum, heimagert konfekt og sætir bitar með kaffinu.

Allur matur er heimagerður af ást og virðingu fyrir hráefninu.

 

 

Brynhildur Björnsdóttir, söngkona með meiru, mun halda utan um hlaðborðin með söng og gleði.

Og kannski einni og einni glitfjöður.

 

Verð 14.900.- kr. á mann.

 

Pakkatilboð: Jólahlaðborð og gisting með morgunmat 25.500.- á mann.