Jólin á Sveitasetrinu Brú
Hýr og rjóð um jólin
Komið og haldið upp á huggulegasta og hýrasta tíma ársins á Sveitasetrinu Brú. Frá 18. desember til 1. janúar verður Sveitasetrið tendrað öllum regnbogans jólaljósum í besta þjóðlega stíl. Þegar við erum ekki að leika okkur í snjónum höfum við það huggulegt inni í desember með jólabakstri, laufabrauði, föndri, sögustundum við eld og góðu glöggi. Svo við tölum nú ekki um jólakræsingarnar. Tími jólahlaðborðanna er að renna upp. Kíktu á pakkana og sjáðu hvað lendir í skónum þínum.
18. – 22. desember & 26. – 29. desember
Á hverjum degi má koma og taka þátt í jóladagskrá sem felur í sér
- Jólabakstur. Við bökum og skreytum piparkökur, smákökur, kleinur og laufabrauð.
- Föndurhorn – Skapaðu jólaskraut drauma þinna.
- Púsluhorn.
- Snjóleikar af ýmsum toga
- Jólasögustund
- Varðeldur
- Heitt súkkulaði og glögg
Dagur 8900.- kr.
Dagur með hlaðborði 14.900.- kr.
Þorláksmessa – 23. desember
- Skata, hákarl og brennivín – Hádegisverður í Hlöðunni
- Jólatré skreytt og jólaglögg
- Húslestur og sögustund
- Sjávaréttahlaðborð
- Mundu eftir skónum – Kertasníkir kemur í kvöld. Varstu gott?
Þorláksmessupakki með hlaðborði 19.900.-kr.
Aðfangadagur
- Jólamorgunmatur
- Flatkökugerð
- Ris a la mande í hádeginu (aðeins fyrir pakkagesti)
- Jólaundirbúningur
- 17:30 Fordrykkur
- 18:00 sharp – Jólabjöllurnar
- 18:01 Jólamatur – allt innifalið
- Dansað og sungið í kringum jólatréð
- Gjafir
- Jólasaga, smákökur og kósí
Heildarpakki með gjöf 34.900.-
Jólamatur einungis 24.900.- kr. Þarf að bóka.
Jóladagur
- Jóla dögurður
- Útileikir
- Jóladagshlaðborð
- Spilakvöld
Jóladagur allur pakkinn 24.900.- kr.
Bara hlaðborð 18.900.- kr.
Þarf að bóka fyrirfram.
ÞRIGGJA DAGA JÓLAPAKKI
Allt innifalið 69.900.- kr.
Með gistingu í double/twin herbergi, 139.000.- kr á mann.
30. desember – Síðasti nornafundur ársins
- Að miðla krafti Jarðar – Hreyfitími með jógaívafi til að jarðtengja okkur og undirbúa fyrir nýtt ár.
- Áramótahattagerð
- Þema kvöldverðarhlaðborð – Göldróttir réttir og görótt seyði
- Óskastund – Völvugjörningar og þakkir
- Varðeldur og dans
Heill galdradagur, allt innifalið 27.900.- kr.
Kvöldverður einungis, 21.900.- kr
Gamlárskvöld – Árið kvatt
- Lognið á undan storminum – Úti eða inni leikir
- Áramótakvöldverður
- Hlöðugleði
- Áramótaskaup
- Brenna
Gamlársdagur er aðeins seldur sem pakki með öllu inniföldu. Afgangadögurður 1. janúar innifalinn.
Verð 59.900.- kr. per person.
1. janúar- Megi líkurnar ávallt vera þér í hag, elskan!
- Fyrsti dögurður ársins
- Bíókvöld og pizza
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
ÁRAMÓTAPAKKINN ALLUR
Allur þriggja daga pakkinn – Allt innifalið 74.900.- kr.
Með gistingu , double/twin, 169.000.- kr. á mann.