Borðhald

Á hverju kvöldi galdrar hið hæfileikaríka eldhústeymi Brúar fram fjölbreyttar heimagerðar krásir. Kvöldverðarhlaðborðið geymir ljúffenga grænmetisrétti, salöt, fisk, kjöt og/eða fugl og auðvitað girnilegan eftirrétt. Það er matur frá sjö til níu og góð hugmynd að panta borð.

Morgunverður er innifalinn í gistingu og stendur frá 07.30 – 10.00 í bleika borðsalnum.

Til hátíðabrigða höldum við að auki stundum kaffihlaðborð eða Hnallþóruboð á Brú. Þau auglýsum við sérstaklega á samfélagsmiðlum.